Auðvitað geta Íslendingar keppt við norsk laun og munu gera það.

Það þýðir nú lítið að setja sig í vælugírinn á erlendum vettvangi, hvað þetta varðar, auðvitað munum við Íslendingar keppa við norsk laun í heilbrigðisgeiranum áfram, annað er ekki í boði.

Hins vegar þarfnast heilbrigðiskerfið hér á landi uppskurðar við hvað skipulag varðar í heildina tekið og hefur þarfnast þess í fjölmörg ár, þar sem fjármagni er varið í að efla grunnþætti og bráðasjúkrahús, þar sem samhæfing og skilvirkni skili sér í þessa þætti, sem aftur skilar möguleikum til þess að launa störf sem skyldi.

Allir landsmenn eiga að hafa heimilislækni og fyrsta viðkoma sjúklings skal og skyldi ætíð þar, utan bráðatilvika, hvar sem er á landinu.
Flókið er það ekki en flókið hefur það verið að koma slíku skipulagi á koppinn hér á landi, meðan aðrar þjóðir hafa getað iðkað slíkt skipulag.

kv.Guðrún María.


mbl.is „Ekki taka læknana okkar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Guðrún! Það verður þá að keppa um öll laun,ekki er hægt að hækka laun bara hjá einni stétt manna. Ég er samt ekki að segja að laun lækna séu góð hér á landi, en eins og allir vita eru lægstu laun 200.000. hér, en 500.000. í öðrum norðurlöndum, td. Danmörk.!

Eyjólfur G Svavarsson, 8.7.2011 kl. 18:00

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Hjartanlega sammála þér Eyjólfur í þvi sambandi.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 9.7.2011 kl. 01:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband