Allur er varinn góður.

Vonandi þarf ekki að hafa áhyggjur af ferðamönnum á fjallinu á næstunni úr því að vísbendingar eru til staðar um að eitthvað sé í gangi.

Einu sinni sá ég Heklugos hefjast, neðan úr Þykkvabæ, í miðjum ágúst, sennilega áttatíu og eitthvað, þar sem ég var stödd á kartöfluvél út í garði, það var vissulega sérstök sjón að sjá.

Heklugosið 1947, hafði hins vegar verið mikið gos, miðað við gos seinna, og víða að finna vikur úr því gosi í jarðvegi á Suðurlandi.

Allur er varinn góður, en fjallið hefur vanalega ekki gert mikil boð á undan sér.

kv.Guðrún María.


mbl.is Óvenjulegar hreyfingar í Heklu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Góðann dag það er alveg klárt að um stór atburði er að ræða á landi voru nú næstu mánuði og hef ég séð það fyrir, það munu verða stærstu atburðir sem komið hafa í hundruði ára og standa yfir í nokkur ár áður en við fáum rólegheit aftur.

Sigurður Haraldsson, 6.7.2011 kl. 09:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband