Skuldasúpan í einu þjóðfélagi og úrvinnslan.
Mánudagur, 4. júlí 2011
Dettur einhverjum í hug að vort þjóðfélag græði mikið á fréttum af vafasömum fjármálagerningum úr loftbóluþjóðfélaginu sem var til staðar hér á landi ?
Eigum við að velta okkur upp úr því fram og til baka ár eftir ár, eftir ár, án þess að reyna að koma fram með lausnir út úr þeim vanda sem við er fást til þess að vinna sig út úr þeirri hinni sömu stöðu ?
Niðurfærsla lána var eina vitræna leiðin á sínum tíma en hún var ekki valin.
Því miður hafa sitjandi stjórnvöld tekið þann pól í hæðina að virðist að vinna að lausnum sem meira og minna byggja á þvi að almenningur taki á sig afleiðingar loftbóluþjóðfélagsins meðan unnið er að því að hækka álögur til þess að reka ríkið á núlli.
Skuldlaust ríki með þjóð í fjötrum fátæktar og galeiðuþræla skattkerfis til þess hins sama er skipulag sem skortir jöfnuð meðalhófs og leiðir einungis til stöðnunar hagkerfis í einu landi til langtíma litið.
Mun ný stjórnarskrá skila okkur einhverju sem heitið getur ?
Mitt svar er það að aðeins eitt atriði getur fært almenningi betrumbætur sem er þjóðaratkvæðagreiðsla um mál samfélagsins, annað er mest megnis í lagi í þeirri stjórnarskrá sem við nú þegar höfum til staðar og hvers konar viðbætur og orðaflóð um eitt eða annað mun ekki gera lagasetningu í landinu skilvirkari en verið hefur, að mínu viti.
Nú þegar ættum við Íslendingar til dæmis að geta hafa óskað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður um Evrópusambandið sem fulltrúalýðræði Alþingis tróð í gegn um þingið í krafti setu samstarfsflokks í ríkisstjórn.
Hugmyndir vantar að nýrri atvinnusköpun á Íslandi frá stjórnmálamönnum sem horfa fram á veginn, til framtíðar.
kv.Guðrún Maria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.