Um daginn og veginn.

Verkefni mitt þetta sumarið er að halda áfram við að ná heilsu minni til baka með sjúkraþjálfun tvisvar í viku og hreyfingu þess að milli.

Mér finnst það ekki ganga nógu vel að losna við verkina þrátt fyrir að gera allt rétt eins og mér er sagt að gera en í góða veðrinu undanfarið hef ég verið að reyna að ganga aðeins lengra en áður en það var eitthvað sem var ekki nógu gott, því miður.

Ég bít á jaxlinn og bölva í hljóði og stundum upphátt, eins og það bæti nú eitthvað en þannig er það bara.

Held ég sé búin að lesa flest allt lesefni sem finna má á netinu um rannsóknir á bakáverkum hér á landi, meðferð og horfum, en veit að vandamálið er að fá vöðvasystemið til þess að virka saman að nýju eftir að samfall í hryggjarliðum kemur til sögu í kjölfar áverka.

Ég veit það líka að þetta er mikið pússluspil þess efnis að hreyfa sig nóg en samt ekki of mikið þannig að maður verði ekki verri.

Hjá mér er þetta greinilega langhlaup en ekki hundrað metra hlaup,að ná mínu heilsutetri til baka þessu sinni og við það verður maður að una.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband