Ættin frá Rauðsbakka undir Eyjafjöllum.
Sunnudagur, 26. júní 2011
Steinunn Jónsdóttir amma mín heitin, er ein fjórtán systkina frá Rauðsbakka undir Eyjafjöllum, en síðari árin, bjó hún og starfaði í Vestmannaeyjum.
Guðrún systir hennar heitin, bjó á Miðbælisbökkum, var fósturmóðir föður míns Óskars Ketilssonar, sem tók við búi fósturforeldra sinna, en mér hlotnaðist sá heiður að vera skírð í höfuðið á Guðrúnu heitinni.
Þorbjörg systir þeirra heitin bjó á Rauðafelli undir Eyjafjöllum, og Jónina heitin, bjó í Steinum, en Markús bróðir þeirra, heitin hélt búskap á Rauðsbakka um tíma.
Valgerður ein systranna flutti til Fáskrúðsfjarðar og bjó þar sinn aldur mér best vitanlega en á síðari árum kynntist ég óvænt dóttur hennar Karólínu sem nú er fallin frá, og barnabarni þar sem við vorum nágrannar.
Kristín bjó í Gíslholti í Vestmannaeyjum en Jóhanna systir þeirra bjó einnig í Eyjum sem og Sigríður sem bjó á Landagötu 16, en þangað kom ég oft sem barn i heimsókn og einnig í Gíslholt.
Jafnframt fluttist eitt systkina frá Rauðsbakka að Stóru Mörk, og þar er frændgarður, en frændgarðurinn frá Rauðsbakka er orðinn stór og mikil og mér finnst það tímabært að fara að taka saman upplýsingar um ættina og til þess eru þessi orð rituð, og mín vitneskja er takmörkuð og fleri sem vita meira og betur en ég.
Rauðsbakki í gamla daga.
með góðri kveðju.
Guðrún María.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.