Læknar og fíkniefnavandamálið.
Laugardagur, 25. júní 2011
Það hefur verið dregið fram að undanförnu í þáttum Kastljóss rikissjónvarpsins að hluti af því fíkniefnaflóði sem flæðir um í samfélagi voru lyf sem ávísuð eru af læknum til sjúklinga.
Það er ekki eins og það á að vera og hvers konar aðhald sem þarf til þess að sporna við slíku er eitthvað sem er nauðsynlegt.
Eins og oft áður hleypur hópur manna í vörn fyrir lækna í voru fámennissamfélagi þar sem viðkomandi aðila má ekki nefna á nafn þótt viðkomandi séu opinberir starfsmenn og starfi fyrir skattfé almennings í þessu landi.
Hér er á ferðinni hinn aldagamli undirlægjuháttur og klíkuskapur.
Raunin er sú öllum getur orðið á og aðhald og eftirlit er eitthvað sem hvoru tveggja þarf og verður að vera í lagi á öllum timum.
Reyndur ökumaður getur ekið út í skurð þótt hann hafi aldrei gert það áður.
Hið gífurlega flóð lyfja sem til staðar eru við jafnt mögulegum vandamálum sem ómögulegum hefur leitt til þess að læknar hafa í auknum mæli hneigst til þess að ávísa lyfjum um of, að mínu áliti, með því viðbótarvandamáli á stundum, að hluti þessara lyfja sem hægt er að fá hjá læknum er orðinn hluti af fíkniefnamarkaði í landinu sem er stóralvarlegt mál og heilbrigðisyfirvalda við að fást.
Vonandi skilar aukið aðhald af hálfu yfirvalda, sér í bættum aðferðum.
kv.Guðrún María.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:08 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.