Íslendingar fresti aðildarviðræðum við Evrópusambandið.

Það þarf ekki mikinn speking til þess að sjá það atriði að öll hin mikla óvissa í Evrópu sem og áframhaldandi tilvist Evrópusambandsins sem myntbandalags er í uppnámi.

Nú þegar ætti það hið sama að vera nægileg forsenda til þess að fresta aðildarviðræðum af hálfu stjórnvalda hér á landi, svo fremi þau hin sömu séu ekki blinduð af sýn á þrönga pólítíska sérhagsmuni einstakra flokka hér innanlands um inngöngu í Esb.

Krafa þess efnis að Ísland fresti aðildarviðræðunum, mun án efa verða háværari með hverjum degi sem líður.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ísland ökumaðurinn á vegi samningsviðræðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Gíslason

Alveg sammála þér! En það er greinilegt að samfylkingin sér það ekki hún er kannski eins og apamyndin fræga „heyri ekki, sér ekki veit ekki".  

Ómar Gíslason, 24.6.2011 kl. 01:27

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Engan fjandans frest...riftum þessu bara. Annað kemur ekki til greina. Hugmyndin um frest er frá EU af því að þeir sjá að þeir hafa ekki fylgi. Við hinsvegar sjáum flest að innganga er sjálfsmorð þjóðarinnar og hvers vegna ættum við að fresta því?

Ég vil ekki sjá þessar landeyður hér aftur. Út með þá og það verður ekkert "næst" einfaldlega vegna þess að þá verður sambandið hrunið. Ég ætla ekki að vera farþegi í þeirri Titanicsiglingu og afpanta því miðann.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.6.2011 kl. 01:40

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sælir, Ómar og Jón Steinar.

Það er vitað mál að andstaða þjóðarinnar gagnvart aðild að Evrópusambandinu er nægileg til þess að fella hvers konar samning sem var til staðar þegar lagt var af stað í ferlið.

Þróunin sem bæst hefur við síðan það ferli var upp tekið er mikið meira en nóg til þess að stöðva þær hinar sömu viðræður.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 24.6.2011 kl. 01:49

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála Jóni burt með þessa samninga og landráð.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.6.2011 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband