Tilraun ríkisstjórnarinnar til þess að breyta kvótakerfi, ferð án markmiðs ?

Illa undirbúin mál hafa verið Akkilesarhæll þessarar stjórnar frá því hún tók við stjórnartaumum, og nú er svo komið að viðskiptaráðherra talar bara um það að búa til " nýtt frumvarp " eftir " hagfræðiúttekt " um meintar breytingar fyrir dyrum...þrátt fyrir upplýsingu formanns sjávarútvegsnefndar að hér sé um að ræða málamiðlun í kjölfar sáttanefndar osfrv...

Ef menn vita ekki hvert þeir ætla, þá ættu þeir að halda sig heima í stað þess að leggja af stað, í þessu máli sem öðrum.

Sé það hins vegar eitthvað eitt mál sem kosta mun mikinn hamagang að breyta þá er það kvótakerfi sjávarútvegs þar sem samsafn hagsmunaaðila er að finna á annari hverri þúfu, og eins gott að vera með fyrirfram ákveðna stefnu í málinu, sem menn hafa orðið sammála um og fylgja henni eftir.

Það er öðru nær að sú sé raunin.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband