Hvers vegna í ósköpunum hefur Alþingi ekki hugað að þessu fyrr ?

Getur það verið að menn séu núna fyrst að átta sig á því að Norðmenn séu með skrifstofur í Brussel til þess að fylgjast með málum varðandi EES ?

Satt best að segja man ég ekki eftir því að hafa heyrt nokkurn einasta þingmann andmæla EES tilskipunum, heldur virðist það svo að þær hinar sömu hafi verið þýddar og samþykktar óbreyttar hversu vel eða illa þær hinar sömu eiga við hér á landi.

Batnandi mönnum er best að lifa og vonandi er að tekin verði upp samskonar vinna og Norðmenn viðhafa varðandi EES samstarfið.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vannýtt tækifæri í EES-samstarfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sandy

Auðvitað væri gott að fá hingað upplýsta umræðu þ.e. umræðu sem byggir á réttum upplýsingum. Munurinn á Noregi og Íslandi er sá að norðmenn vinna sínu landi vel og hafa ævinlega í huga hagsmuni Noregs, en það er ævinlega spurning með okkar fólk, það virðist vera allstaðar í eigin hagsmunagæslu.

Össur Skarphéðinsson er t.d þegar búinn að stimpla Ísland inn í EES og þá tekur það því ekki að starfa í líkingu við norðmenn sem ætla ekki þarna inn.

Sandy, 15.6.2011 kl. 06:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband