Foreldrar, verið vakandi yfir niðurskurði í skóla barnanna ykkar í haust.

Í mínu bæjarfélagi var sparað í skólamálum allt " góðærið ", og enn skal spara mér best vitanlega, og ég hvet foreldra til að fylgast með sínu skólaumhverfi og spyrja um sparnað í haust.

Í hinu svokallaða góðæri þá var það þannig að ekki fékkst fólk til þess að starfa þeim launatöxtum sem boðið var upp á í störfum ófaglærðra og álagið bættist á þá sem fyrir voru án launa fyrir það hið sama.

Skert starfshlutfall skólaliða sem voru þó ekki of margir fyrir er það sem mér er kunnugt um.

Ef til vill er það innan ramma minnkaðrar kennsluskyldu, en það á eftir að koma í ljós í haust.

kv.Guðrún María.


mbl.is Stefnir í töluverðan niðurskurð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband