Um daginn og veginn.

Þetta sumar hér á landi virðist ekki ætla að verða eitt af þessum góðu sumrum sem við höfum jú fengið undanfarin ár, hvað hitann varðar alla vega enn sem komið er.

Kanski fáum við haust fram að jólum í staðinn, hver veit ?

Oftast er það nú þannig að þegar maður er orðin góðu vanur, vill maður bara hafa það áfram, svo er um flest.

Verkefni stjórnmálanna þess efnis að sníða einu þjóðfélagi stakk eftir vexti, í kjölfar efnahagshruns, hefur orðið að nokkurs konar ringulreið þess að gera upp hrunið og finna sökudólga sem og þess að tryggja tilvist fjármálafyrirtækja í næstum sama magni og áður, meðan almenningur situr áfram í skuldasúpunni.

Í skuldasúpuna hefur verið bætt sköttum á skatta ofan, bragðbætt með vísitöluhækkunum verðlags og launa í kjölfar kjarasamninga.

Með öðrum orðum sama gamla uppskriftin.

Betur má ef duga skal.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband