Heilbrigðiskerfið er ekki heilög kú, frekar en önnur kerfi mannsins .
Föstudagur, 10. júní 2011
Kastljós ríkissjónvarpsins stóð vel að umfjöllun fíkniefnavandann og skyldi hafa verið kominn tími til, í því flóði eiturefna sem ungmenni hafa ánetjast á undanförnum áratugum hér á landi.
Raunin er sú að lítill hluti af því vandamáli kemur nokkurn tímann fyrir sjónir almennings, þótt þar sé um að ræða stórkostlegt samfélagsmen og dulinn kostnað samfélagsins vegna þess hins sama.
Leiki minnsti grunur á því að eitthvað lyf sem læknir, starfsmaður heilbrigðiskerfis ( alveg sama hvað hann heitir ) ávísar, sé misnotað til sölu á eiturlyfjamarkaði, eiga bjöllur eftirlitsaðila að hringja eðli máls samkvæmt.
Skiptir þar engu við hvað sjúkdómi viðkomandi lyf er notað, ákveðnar tölulegar upplýsingar um dagskammta og notkun sem og heimsóknir til lækna og starfsdaga í árinu, er eitthvað sem hlýtur að vera hægt að yfirfara.
Sem betur fer eigum við Íslendingar mjög góða lækna sem eiga heiður skilið fyrir störf sín oft við erfiðar aðstæður alls konar sparnaðar sitt á hvað, en það breytir ekki því að ef einhver ( alveg sama hvað hann heitir ) stendur sig ekki í starfi, hvers eðlis sem er, þá þarf eftirlitið að fara í gang, án þess að sjúklingar eða aðstandendur sjúklinga þurfi að reka á eftir því.
Fyrir nákvæmlega fjórtán árum síðan var kvörtun mín til Landlæknis rituð, og send, sem varð til þess að síðar, eftir áramót 1994, að ég var boðuð á fund fyrrum Landlæknis þar sem sá hinn sami skammaði einn lækni, sem ég kvartaði yfir, að mér viðstaddri, en sá hinn sami missti löngu löngu síðar leyfi til ávísana á ákveðna lyfjaflokka semsagt ekki vegna minnar umkvörtunar heldur annarra mála.
Hvers konar starfssemi hins opinbera á ekki að vera hulin leyndarhjúpi og kerfi mannsins skyldu þess umkominn að taka á gagnrýni sem kemur fram hvers eðlis sem er, kerfi sem við skattgreiðendur borgum fyrir.
kv.Guðrún María.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.