Mannréttindi á Íslandi.

Almenn mannréttindi eru hluti af velferð hvers samfélags, og hluti af þeirri velferð er jafnsstaða þegnanna, án tillits til hvers konar flokkunnar á bása, nákvæmlega sama hver sú flokkun kann að vera. Sérréttindabarátta millum hinna ýmsu hópa hefur að mínu viti orðið of áberandi á kostnað umræðu um almenn grundvallarmannréttindi sem hvert þjóðfélag telur sig vilja standa vörð um. Stærsti stjórnmálaflokkur landsins Sjálfstæðisflokkurinn sló einhvern tímann um sig með slagorðinu " stétt með stétt " en frá þeim tíma hefur nokkuð vatn runnið til sjávar og sennilega aldrei fyrr í sögunni að finna meira launabil milli manna en einmitt nú hér á landi. Hvar er verkalýðshreyfingin kynni einhver að spyrja , sem er hvoru tveggja réttmæt og fullkomlega eðlileg spurning. Svar mitt er það að sú hreyfing hafi nú þegar tapað tilgangi sínum fyrir bí með umsýslu lífeyrissjóða og þáttöku í fjárfestingum á hlutabréfamarkaði samtímis hagsmunavörslu til handa launamanninum í 300 þús manna samfélagi. Mannréttindasáttmáli Sameinuðu þjóðanna inniheldur nefnilega þann grundvallarrétt ef ég man rétt að hver maður sé þess umkominn í einu þjóðfélagi að hafa í sig og á af sinni vinnu til lifibrauðs. Það atriði að verkalýðshreyfingin sætti sig við vinnuletjandi umhverfi skatta af hálfu stjórnvalda hverju sinni og leggi til samninga sem gera það að verkum að launamaðurinn ber það ekki úr býtum að geta framfært sér og sínum eftir skattöku , þýðir það að þar eru menn ekki að standa sig í sínu hlutverki. Hið sama gildir um sitjandi stjórnvöld á hverjum tíma sem ekki gera sér grein fyrir því að skattar við lýði,  á láglaunafólk gera það að verkum að setja viðkomandi undir fátæktarmörk. Alls konar handabönd og viljayfirlýsingar verkalýðshreyfingar og stjórnvalda varðandi samningsgerð um laun eru úrelt fyrirbæri og málamyndaleikur það hefur komið á daginn.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband