Notkun botnveiðarfæra á Íslandsmiðum, upp í fjöru, er ástæða röskunar lífríkis.

Hafrannsóknarstofnum hefur því miður, ekki yfir að ráða nauðsynlegum rannsóknum á áhrifum gerðar veiðarfæra, nútíma veiðarfæra sem hafa stækkað og stækkað ásamt auknu vélarafli fiskiskipa, sem ég tel meginorsök þess að lífríki sjávar hefur verið raskað hér við land.

Menn hafa flotið sofandi að feigðarósi í þessu efni sem svo mörgu öðru.

Var ekki nógu miklar upplýsingar að finna úr neðansjávarmyndatökum Hafrannsóknarstofnunnar af Öræfagrunni, þar sem kóralsvæði var orðin eyðimörk eftir botnveiðarfæri ?

Dettur einhverjum i hug að Landhelgisgæsla sem hefur verið fjársvelt í mörg ár hafi verið þess umkomin að fylgjast með þvi öllum stundum, árið um kring, um landið í heild, hve langt menn væru að trolla upp að ströndum landsins ?

Hvers vegna strandaði eitt stærsta skip landsins við loðnuveiðar á sínum tíma, svari mér hver sem vill ?

Hamagangurinn og lætin til þess að veiða upp í aflamark viðkomandi útgerða hefur ekki aðeins kostað gífuregt brottkast fiskjar á Íslandsmiðum, heldur einnig röskun á lífríknu með ágangi of stórra veiðarfæra of nærri landi, í of miklu magni.

Að Hafrannsóknastofnun hér á landi skuli ekki hafa verið þess umkomin að meta og vega meiri afkastagetu í formi tóla og tækja á fiskimiðum okkar eru forkastanleg vinnubrögð, fjarri vísindum er taka mið af forsendum hvers konar um rannsóknarefnið.

Viðkomandi stofnun mátti vera ljóst hvern hvata í kerfisfyrirkomulaginu væri að finna til of mikillar ásóknar um brottkast og ágang á einstök mið.

Afraksturinn er til í tölum þar sem minni veiði en nokkurn tíma er fyrir hendi, þrátt fyrir gífurlega offjárfestingu í tólum tækjum til veiða, sem að hluta til eru orsök umbreytinga í lífríki sjávar, því miður.

Hagræðing er því, vægast sagt, verulega afstæð í þessu sambandi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Hvað veldur hruni sandsílanna?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband