Er þjóðfélagsumræðan ef til vill í ætt við stjórnarfarið ?

Ef litið er til þess að núverandi stjórnarflokkar hafa lítið annað gert en að leggja á nýja skatta, meðan hluti almennings í landinu er án atvinnu, ásamt þvi að ekki hefur tekist að leysa skuldavanda heimila og fyrirtækja, þá má segja að umræða sé ef til vill í samræmi við aðstæður í einu þjóðfélagi og stjórnarhætti.

Sé til einhver umræðuhefð þá verð ég að segja að ekki treysti ég mér til þess að skilgreina hana, en viðkomandi þingmaður telur sig þess umkomna að merkja á því hinu sama breytingu.

Það kann þó að vera að staða hennar sem stjórnarþingmaður kalli á ögn meira andstreymi en ella.

kv.Guðrún María.


mbl.is Segir „umræðufasisma“ á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband