" Ég gæti sagt svo margt og mikið......

mælt í hljóði, hafið raust,
en þótt í burtu, þyrlist rykið.
Það kemur aftur endalaust. "

Á árunum frá 1995 til 1997, var ég óþreytandi í baráttu til handa fólki sem stofnaði samtök gegn læknamistökum, samtökin Lífsvog, þar sem meðal annars var knúið dyra um það að innra eftirlit kerfins væri sem skyldi, og bent á hve óeðlilegt það væri að einn og sami aðili Landlæknisembætti skyldi hafa það hlutverk með höndum að standa hvoru tveggja, skil á gæðum kerfisins og úrskurða um annmarka þess í málum sjúklinga með kvartanir.

Baráttan fyrir því að fá Umboðsmann sjúklinga hér á landi hefur því miður enn ekki orðið að verueika en nauðsyn þess er mikil.

Sjálf ritaði ég margar greinar í dagblöð á þessum tíma um lyfjaaustur þann sem þá var til staðar í voru samfélagi og er er greinilega enn sama vandamálið sem ég tel að læknar sjálfir þurfi að taka á innan sinna vébanda, hvar er Læknafélagið í umræðu þeirri sem Kastljósið á heiður skilið fyrir að viðhafa undanfarið ?

Raunin er sú að hvert og eitt einasta kerfi þarf aðhald og umræðu og gagnrýni til þess að ekki sæki í sama farið, það hefur mér orðið ljóst á síðari árum og ef sú hin sama gagnrýni er ekki til staðar þá fer sem fer og menn vakna ekki upp fyrr en barnið hefur dottið ofan í brunninn, í stað þess að byrgja hann áður.

Því miður.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband