Það er mikið að í barnaverndarmálum á Íslandi.

Fyrir það fyrsta eru börn og hvers konar aðkoma hins opinbera að málefnum þeirra að hluta til afgangsstærð í voru samfélagi, þar sem hvorki hefur verið varið nauðsynlegu fjármagni í þann málaflokk hér á landi í áraraðir, hvað þá að samstarf og skipulag kerfisins varðandi málefni barna sé með sama móti og aðrar ráðstafanir sem úthlutað er fjármagni til.

Því miður.

Það er einmitt athyglisvert að hér er dregið fram það atriði að mismunur sé á því hvort um sé að ræða forvarnir gegn áfengi eða tóbaki annars vegar og fíkniefnaneyslu hins vegar en síðastnefndi þátturinn er eitthvað sem yfirvöld hér á landi hafa staðið uppi með sem vandamál án úrlausna, til handa börnum.

kv.Guðrún María.


mbl.is Kalla eftir forvörnum í barnaverndarmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband