Meðalhófsregla stjórnsýslu allrar.
Þriðjudagur, 6. febrúar 2007
Það atriði að stjórnvöld á hverjum tíma , alveg sama hver þau eru eða hvað þau heita gæti þess að stjórnarfar og lagasetning einkennist ekki af offari og yfirvöðslusemi hins opinbera gagnvart borgurunum er afar mikilvægt. Sú er þetta ritar hafði á sínum tíma verið nokkuð með nefið ofan í lagakrókum er vörðuðu hin ýmsu mál sjúklinga er töldu sig hafa lent fyrir læknamistökum. Lagasetning þar að lútandi var ófullkomin allt fram yfir síðustu aldamót en frá, þeim tíma horfði til bóta og tíminn á eftir að leiða í ljós hvort og ný sjúklingatrygging er nægileg réttarbót. Nokkru seinna lagðist ég í skoðun á fiskveiðilöggjöfinni og það verður að segjast eins og er að mér brá virkilega því að ég tel offar stjórnvaldsaðgerða í formi lagasetningar í þeirri löggjöf víða að finna s.s. sektarákvæði /upphæðir sekta , ( einhliða ákvörðun stjórnvalda við lagasetningu) þar sem einungis virðist tekið mið af því að viðkomandi aðili í útgerði velti stórum upphæðum ekki smáum. Skortur á lagaheimildum um vísan ákvarðana allra varðandi fiskveiðisstjórnina til ágreiningsaðila frá upphafi kerfisins þar sem þriggja ára veiðireynsla þáverandi aflaheimildahandhafa var lögð til grundvallar var og er, enn þann dag í dag algjör. Þessi lagasetning er því dæmi um offar stjórnvaldsaðgerða sem við eigum ekki að þurfa að búa við í voru samfélagi og því þarf að breyta.
kv.gmaria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.