Ávarp mitt sem launþega, 1.mai. 2011.

Ég geri þá kröfu að mitt verkalýðsfélag sé utan þess að skipta sér af pólítik í landinu og einbeiti sér að hagsmunum launþega í samningum.

Ég geri einnig þá kröfu að félagið sjái til þess að semja um lágmarkslaun fyrir fulla vinnu sem uppfylla þau framfærsluviðmið sem stjórnvöld hafa sett fram, til handa einstaklingum til að lifa í einu samfélagi.

Annað er brot á mannréttindum í raun.

Ég frábið mér samninga þar sem yfirlýsingar ríkisstjórnar um hitt eða þetta eru hluti af samningagerðinni, þar sem hlutverk ríkisstjórna er að skapa skilyrði sem félaga er að semja eftir hverju sinni eins og staðan er.

Ég frábið mér einnig aðkomu atvinnurekenda að mínum sjóðum sem safnað hefur verið í og eru enn sem komið er með ólýðræðislegt skipulag og framkvæmd.

Ég skora á verkalýðshreyfinguna í heild að standa fyrir innri endurskoðun á eigin skipulagi sem fyrir löngu síðan er farið úr böndum þar sem laun verkalýðsforkólfa yfirregnhlifabandalaga, eru fjarri launum hins vinnandi manns.

Jafnframt kalla ég á samvinnu fagfélaga og ófaglærðra að hagsmunum á vinnumarkaði hér á landi, sem fyrir löngu síðan er tímabært.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Heyr!

Bergljót Gunnarsdóttir, 2.5.2011 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband