Aftengja þarf samtök aðila á vinnumarkaði við pólítik á báða bóga.

Ég fagna því að sjá nýjan formann VR, með skoðun sem hljómar við hagsmuni launþega í landinu, varðandi það atriði að hvorki siðferðislega né lagalega sé mönnum stætt á því að blanda öðru en samningum um kaup og kjör inn í kjaraviðræður.

Hvorki SA, né ASÍ, skyldu nokkurn tíma nota samtök sín í pólítiskum tilgangi, hvers eðlis sem er.

Raunin er sú að ef hér hefðu verið alvöru verkalýðsleiðtogar væri fyrir löngu síðan búið að sækja kaupmáttaraukningu með því einfaldlega að segja um samningum er samningsforsendur brustu, þess í stað hefur ASÍ nær þagað þunnu hljóði frá hruni að virðist til að gefa sitjandi ráðamönnum vinnufrið.

Vinnuveitendur áttu aldrei og eiga ekkert erindi inn í lífeyrissjóði landsmanna, og það samkrull sem samtök launamanna og vinnuveitanda hafa staðið í er hámark heimskulegra athafna í þessu sambandi, ekki hvað síst fundahöld með stjórnvöldum allra handa.

Mál er að linni.

kv.Guðrún María.


mbl.is Friðarsáttmáli við atvinnurekendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband