Vandamál sitjandi ríkisstjórnar er að skapa skilyrði fyrir atvinnulífið.

Ég get að mörgu leyti verið sammála þessum vangaveltum Vilhjálms en það er hins vegar ekki hans sem formanns Samtaka atvinnulífsins að vera boðberi þess um hvort og þá hvar eða hvernig núverandi stefna stjórnvalda kemur til með að hafa áhrif að því undanskildu að bera það fram í formi samningagerðar samtakanna.

Því miður hefur farvegur þess samkrulls stjórnvalda annars vegar og verkalýðshreyfingar og vinnuveitanda hins vegar, lítið annað leitt af sér en afskipti viðkomandi aðila af stjórnun landsins sem er ekki þeirra verkefni heldur samningagerð um kaup og kjör.

Vonandi er þess að vænta að allir hlutaðeigandi, læri agnar ögn af þessari aríu sem verið hefur um þetta form samráðs allra handa.

kv.Guðrún María.


mbl.is Hætta á vaxandi fátækt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband