Gleðilega páska.

Vonandi fá landsmenn notið páskahátíðarinnar þrátt fyrir vindasamt tíðarfar á köflum.

Páskarnir eru tími íhugunar svo ekki sé minnst á það atriði að fjöldi ungmenna staðfestir skírnina við fermingu.

Ég óska þeim allra heilla út í lífið, og foreldrum þeirra til hamingju með börnin sín.

Set hér inn nokkur vers úr gömlum sálmi eftir Ólinu Andrésdóttur.

"
Skín guðdóms sól á hugarhimni mínum,
sem hjúpar allt með kærleiksgeislum þínum.
Þú drottinn Jesú, lífsins ljósið bjarta,
ó lýs þú mínu trúarveika hjarta.

Þú varst mér það sem vatn er þyrstum manni,
þú varst mitt frelsi í dimmmum fangaranni.
Og vængjalyfting vona barni lágu,
og vorsól ylrík, trúarblómi smáu.

Þú ert það lyf sem lífsins glæðir sárin,
sú ljúfa mund, sem harma þerrar tárin.
Minn hugarstyrkur, hjartans meginmáttur,
og minnar sálar hreini andardráttur.

Ó.A. "

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband