Burt með núverandi flokka við stjórn Reykjavíkurborgar.

Ég tel bráðnauðsynlegt að sett verði í gang stjórnsýsluúttekt á þeim aðferðum sem núverandi meirihluti í Reykjavík hefur orðið uppvís um að viðhafa í formi sparnaðaraðgerða þar sem þetta stærsta sveitarfélag landsins ræðst á lögbundin verkefni, meðan fjármagni er veitt á sama tíma í verkefni sem ekki falla innan ramma laga til fjárveitinga.

Málaflokkurinn er skólar og börn í skólum þar sem raska á verulega skilyrðum þeim er verið hafa í þeim efnum, meðan fjármagni er varið í aðra þætti sem eins og áður sagði falla utan lögbundinna verkefna.

Enginn skyldi sætta sig við slíkt og brotthvarf fulltrúa minnihlutans úr embættum við stjórn borgarinnar við þessi kaflaskil er hvoru tveggja sjálfsagt og eðlilegt.

Við höfum nefnilega fengið miklu meira en nóg af óviðunandi stjórnsýslu hér á landi og hér tekur steininn úr, þar sem menn fengu tækifæri til þess að sjá að sér, en gerðu ekki.

Burt með þessa flokka úr stjórn borgarinnar.

kv.Guðrún María.


mbl.is „Við þökkum þeim fyrir þeirra framlag“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Gunnarsdóttir

Gæti ekki verið meira sammála þér, til skammar hvernig þeir hafa tekið á skólamálum í Reykjavíkurborg.

Ragnhildur Gunnarsdóttir, 22.4.2011 kl. 01:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband