Hverjum skyldi henta að Besti flokkurinn geri mistök og verði ekki endurkosinn ?

Hræðsla gömlu flokkanna við Besta flokkinn er ógnun við flokkakerfið það vita flestir sem vilja vita.

Fáum hefði hins vegar dottið í hug að nýgræðingsháttur á stjórnmálasviðinu myndi leiða til þess að sá flokkur myndi láta sér detta í hug svo drastískar tillögur sem þær sem sá hinn sami hefur róið í gegn í borgarstjórn með tilstyrk samstarfsflokksins Samfylkingar.

Getur það verið að þessi ákvarðanataka Besta flokksins verði til þess að valda verulegu fylgistapi samstarfsflokksins Samfylkingarinnar,

eða verður það " bara " Besti flokkurinn sem þurrkast út í næstu kosningum ?

Hvers konar ákvarðanataka í stjórnsýslu er pólítik, þar sem reynslan er kennari svo fremi reynslu sé til að dreifa.

kv.Guðrún María.


mbl.is Sameiningartillögur samþykktar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband