Hvar er Umboðsmaður barna og ráðherrar skóla og velferðarmála ?
Miðvikudagur, 20. apríl 2011
Það er því miður rétt að hér er um að ræða afskaplega mikil afglöp í stjórnsýslu, þar sem hægt er að skrifa á annan flokkinn vankunnáttu þ.e Besta flokkinn en hinn ekki Samfylkingu sem sat í stjórn borgarinnar í R-lista samstarfi um tíma og byggði mikið upp af því skólastarfi sem nú er verið að rífa niður.
Það atriði að rífa niður starf skóla í grunnþjónustu við samfélag er alvarlegt mál á þeim tímum sem við upplifum hér á landi nú þar sem viðkomandi aðilar er stjórna skyldu ALDREI sakaðir um það samráðsleysi sem hér hefur því miður ráðið ferð.
Flestir gera sér grein fyrir því að aðhald og sparnaður er eitthvað sem alltaf þarf að vera til staðar í opinberri þjónustu en forgangsraða þarf fjármagni hvað varðar lögbundin verkefni sveitarfélaga annars vegar og ólögbundin hins vegar þar sem grunnþjónustu skyldi ætíð ofar ólögbundnum verkefnum, eðli máls samkvæmt.
Fari sveitarfélög hvort sem um er að ræða höfuðborg landsins eða önnur sveitarfélög út af sporinu í ákvarðanatöku um sparnað hvað varðar lögbundin verkefni meðan fjármagni er veitt í ólögbundin verkefni, tel ég að það sé ráðuneyta málaflokksins að gera athugasemdir við slíkt.
Jafnframt er Umboðsmaður Barna hér á landi.
kv.Guðrún María.
![]() |
Stjórnsýslulegt níðingsverk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.