Sorgleg vanvirđing borgaryfirvalda í Reykjavík viđ faglegt starf í skólum.

Sé ţađ virkilega svo ađ halda eigi ţessari hugmyndafrćđi til streitu af hálfu sitjandi ađila viđ stjórn borgarinnar ţá er ţar međ tilkominn fullkomin vanvirđing gagnvart faglegu starfi og menntun ţeirra er ţar hafa lagt hönd á plóginn.

Ef menn átta sig virkilega ekki á ţví ađ auđveldara er ađ rífa niđur en byggja upp í ţessu efni, ţá skortir viđkomandi valdhafa vitneskju um eđli mála.

Ég starfađi sex ár á leikskóla í Reykjavík á sínum tíma, sem ófaglćrđur starfsmađur og sótti ţau námskeiđ sem mér var mögulegt sem gaf mér einhverjar 43 einingar á uppeldissviđi, sem hafa vissulega nýst mér vel en ţá borgađi sig ekki fyrir mig ađ mennta mig meira ţví byrjunarlaun leikskólakennara voru svo lág, ţađ hiđ sama breyttist eitthvađ međ tíđ og tíma, en hinn mikli skortur á faglćrđu fólki viđ störf međ börnum var ţá tilfinnanlegur.

Ţađ er hörmuleg afturför og virđingarleysi gagnvart menntun á ţessu sviđi ađ hrinda í gegn breytingum sem ţessum međ ţví ađ segja upp stjórnendum skóla fram og til baka sem mun óhjákvćmilega, hafa áhrif á ađstćđur barna og umhverfi til lengri og skemmri tíma.

kv.Guđrún María.


mbl.is Hćtt verđi viđ sameiningar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband