Sorgleg vanvirðing borgaryfirvalda í Reykjavík við faglegt starf í skólum.

Sé það virkilega svo að halda eigi þessari hugmyndafræði til streitu af hálfu sitjandi aðila við stjórn borgarinnar þá er þar með tilkominn fullkomin vanvirðing gagnvart faglegu starfi og menntun þeirra er þar hafa lagt hönd á plóginn.

Ef menn átta sig virkilega ekki á því að auðveldara er að rífa niður en byggja upp í þessu efni, þá skortir viðkomandi valdhafa vitneskju um eðli mála.

Ég starfaði sex ár á leikskóla í Reykjavík á sínum tíma, sem ófaglærður starfsmaður og sótti þau námskeið sem mér var mögulegt sem gaf mér einhverjar 43 einingar á uppeldissviði, sem hafa vissulega nýst mér vel en þá borgaði sig ekki fyrir mig að mennta mig meira því byrjunarlaun leikskólakennara voru svo lág, það hið sama breyttist eitthvað með tíð og tíma, en hinn mikli skortur á faglærðu fólki við störf með börnum var þá tilfinnanlegur.

Það er hörmuleg afturför og virðingarleysi gagnvart menntun á þessu sviði að hrinda í gegn breytingum sem þessum með því að segja upp stjórnendum skóla fram og til baka sem mun óhjákvæmilega, hafa áhrif á aðstæður barna og umhverfi til lengri og skemmri tíma.

kv.Guðrún María.


mbl.is Hætt verði við sameiningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband