Ár frá gosi í Eyjafjallajökli.

Varla er hćgt ađ lýsa öllu ţví tilfinningaflóđi sem bćrđist innra međ manni varđandi ţađ atriđi ađ horfa á ćskuslóđirnar í fjötrum hamfara ţeirra sem eldgos í Eyjafjallajökli kallađi yfir nágrenniđ.

Mér fannst nú nóg um gos í Heklu í uppvextinum svo ekki sé minnst á Surtsey og síđar Vestmannaeyjagosiđ sem seint líđur úr minni ţvi ţar flúđi amma upp á land til okkar undir Fjöllin.

Ég hafđi hins vegar ung lesiđ mér til um ţađ ađ jökullinn vćri virkt eldfjall og einnig las ég um Kötlugos fram og til baka sem ekki varđ til ţess ađ minnka óttablandna virđingu mína fyrir náttúruöflunum. 

Ég horfđi á gosiđ i vefmyndavélum tímunum saman en kom ekki austur fyrr en um sumariđ í júli og ţá fannst mér ţađ ótrúlegt hve gróđur jarđar var lífseigur ađ koma til eftir ţessi ósköp sem ţarna áttu sér stađ, á láglendi en ofar var allt svart.

Gegnum tíđina sótti ég stundum mína orku í sveitina og sat viđ eldhúsgluggann og horfđi á jökulinn minn, ţennan fallega jökul sem var svo friđsćll lengst af sem kóngur yfir byggđinni, en alltaf dreymdi mig gos og gos í jöklinum upp allan aldur sem ég alltaf taldi vera vegna hrćđslu viđ hiđ sama. Síđasti draumurinn fyrir gos var samt ţannig ađ mér fannst ađ eitthvađ myndi gerast ţarna.

RIMG0001.JPG

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og ţađ gerđist međ ţví móti sem manni hefđi seint órađ fyrir ađ slíkir kraftar skyldu sýnilegir í móđur náttúru, manni til handa.

Ćđruleysi íbúa var og er ađdáunarvert en seint mun bćtt allt ţađ tjón sem ţarna varđ af völdum ţessara hamfara .

 Sveitin mín mun rísa upp úr öskustónni og jökullinn jafna sig eftir ţennan hamagang og áfram verđa prýđi í íslenskri sveit á Suđurlandi.

 

kv.Guđrún María. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband