Smávegis fróðleikur um þetta mál.
Þriðjudagur, 12. apríl 2011
Enn sem komið er hefi ég ekki heyrt sérstaka kynningu á þessu máli hjá viðkomandi fjölmiðlum í landinu og tel reyndar að það sé þeirra hinna sömu að kynna mál þetta áður en skorað er á forsetann að beita sér í því hinu sama.
Það skal tekið fram að það getur hafa farið framhjá mér.Að öðru leyti er það mín skoðun að þetta lagafrumvarp sé gjörsamlega ómögulegt framkvæmdalega en auk þess ritskoðun að hluta til, ásamt því að ekki er hægt að áfrýja stjórnsýsluákvörðunum nefndar sem pólítískir fulltrúar skipa hverju sinni.
Set hér inn nokkrar klásúlur til fróðleiks, þar sem ég hef undirstrikað það sem annars vegar er óframkvæmanlegt ellegar er á stórkostlega gráu svæði sem lög.
" I. KAFLI
Markmið og skilgreiningar.
1. gr.
Markmið.
Markmið laga þessara er að stuðla að tjáningarfrelsi, rétti til upplýsinga, fjölmiðlalæsi,
fjölbreytni og fjölræði í fjölmiðlun sem og að efla vernd neytenda á þeim vettvangi. Markmið
laganna er jafnframt að koma á samræmdri löggjöf á vettvangi fjölmiðlunar óháð því miðlunarformi sem er notað.
13. Fjölmiðill er hvers konar miðill sem með reglubundnum hætti miðlar til almennings efni
er lýtur ritstjórn. Til fjölmiðla teljast m.a. dagblöð og tímarit, ásamt fylgiritum þeirra,
netmiðlar, hljóð- og myndmiðlar og aðrir sambærilegir miðlar.
III. KAFLI
Stjórnsýsla.
7. gr.
Fjölmiðlanefnd.
Fjölmiðlanefnd er sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem heyrir undir mennta- og menningarmálaráðherra. Nefndin annast eftirlit samkvæmt lögum þessum og daglega stjórnsýslu á því
sviði sem lögin ná til.
Ákvörðunum fjölmiðlanefndar samkvæmt lögum þessum verður ekki skotið til annarra
stjórnvalda.
Kostnaður við starfsemi fjölmiðlanefndar greiðist úr ríkissjóði.
Við framkvæmd eftirlits með viðskiptaorðsendingum sem falla undir eftirlit annarra
stjórnvalda samkvæmt sérlögum skal fjölmiðlanefnd leita samstarfs um verkaskiptingu við
þau stjórnvöld.
Fjölmiðlanefnd skal gera samstarfssamning við Neytendastofu um mál sem geta varðað
starfssvið þessara stofnana.
8. gr.
Skipan fjölmiðlanefndar.
Mennta- og menningarmálaráðherra skipar fimm manns í fjölmiðlanefnd til fjögurra ára
í senn. Tveir fulltrúar skulu skipaðir samkvæmt tilnefningu Hæstaréttar Íslands og tveir samkvæmt tilnefningu samstarfsnefndar háskólastigsins en þann fimmta skipar ráðherra án tilnefningar. Ráðherra skipar formann nefndarinnar og skal hann uppfylla starfsgengisskilyrði
héraðsdómara. Varaformann skal skipa úr hópi fastra nefndarmanna. Varamenn skulu skipaðir á sama hátt. Nefndarmenn og varamenn þeirra skulu hafa sérþekkingu á fjölmiðlamálum
og/eða menntun sem nýtist á þessu sviði. Ráðherra ákvarðar þóknun nefndarmanna.
Nefndarmenn skulu vera lögráða og fjár síns ráðandi. Þeir skulu hafa óflekkað mannorð
og mega ekki í tengslum við atvinnurekstur hafa hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað samkvæmt almennum hegningarlögum eða sérrefsilagaákvæðum.
Fjölmiðlanefnd setur sér starfsreglur sem skulu birtar í B-deild Stjórnartíðinda.
26. gr.
Lýðræðislegar grundvallarreglur.
Fjölmiðlaþjónustuveitendur skulu í öllu starfi sínu halda í heiðri lýðræðislegum grundvallarreglum, virða tjáningarfrelsi og friðhelgi einkalífs. Þeir skulu miðla fjölbreyttu efni og
mismunandi sjónarmiðum á hlutlægan hátt. Fjölmiðlaþjónustuveitendur skulu eftir fremsta
megni gefa ólíkum hópum samfélagsins kost á að tjá skoðanir sínar og sjónarmið og stuðla
að gagnkvæmum skilningi og virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum mismunandi hópa í samfélaginu. Þá er fjölmiðlum óheimilt að hvetja til refsiverðrar háttsemi og ósæmilegra athafna.
Þó skal fjölmiðlaþjónustuveitanda sem hefur þann yfirlýsta tilgang að beita sér fyrir tilteknum málstað vera óskylt að miðla efni sem gengur í berhögg við stefnu miðilsins.
27. gr.
Bann við hatursáróðri.
Í fjölmiðlum er óheimilt að kynda undir hatri á grundvelli kynþáttar, kynferðis, kynhneigðar, trúarskoðana, þjóðernis, skoðana eða menningarlegrar, efnahagslegrar eða félagslegrar stöðu í samfélaginu.
VIII. KAFLI
Takmörkun á einkaréttindum yfir myndefni.
48. gr.
Aðgangur almennings að myndmiðlun frá þýðingarmiklum viðburðum.
Heimilt er að ákveða í reglugerð að einkarétt fjölmiðlaþjónustuveitenda til myndmiðlunar
frá innlendum og erlendum viðburðum sem taldir eru hafa verulega þýðingu í þjóðfélaginu
52. gr.
Bann við miðlun hljóð- og myndefnis og afturköllun
hljóð- og myndmiðlunarleyfis.
Fjölmiðlanefnd getur að undangenginni lögmæltri málsmeðferð samkvæmt lögum þessum
bannað með ákvörðun miðlun efnis sem telst andstætt ákvæðum laga.
Fjölmiðlanefnd getur afturkallað leyfi til hljóð- og myndmiðlunar vegna brota á ákvæðum
laga þessara, enda sé um alvarleg og ítrekuð brot að ræða. "
kv.Guðrún María.
Undirskriftir gegn fjölmiðlalögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er klíka þröngra eiginhagsmuna, sem á ekkert erindi í þjóðaratkvæði. Þetta er ekkert annað en tilraun til að útvatna og gengisfella það úrræði sem þjóðaratkvæðagreiðsla er.
Þetta fólk má éta það sem úti frýs.
Jón Steinar Ragnarsson, 12.4.2011 kl. 01:31
Skil vel að Omega hrífist ekki af 27. greininni. Ef hún væri virk, þá væri búið að loka þeim fyrir löngu.
Jón Steinar Ragnarsson, 12.4.2011 kl. 01:34
Sæll Jón Steinar.
Ég lít svo á að viðkomandi fjölmiðlar allir sem einn þurfi að hafa kynnt þennan málsstað áður en óskað er eftir því að slíkt fari í þjóðaratkvæði, og sagt frá eigin athugasemdum til handa nefndum Alþingis við lagafrumvarp þetta mun ýtarlegar en ég hefi orðið vör við.
Að öðru leyti eru þessi lög, torskilin og léleg lagasetning í raun þar sem tilraun er gerð til að innbyrða Evrópureglugerðir að hluta með íslensku ívafi flókinda allra handa sem þarna er að hluta til óframkvæmanlegt.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 12.4.2011 kl. 01:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.