Einn stjórnmálaflokkur með umbreytingar á fiskveiðistjórn á dagskrá, Frjálslyndi flokkurinn.

Andvaraleysi Samfylkingar og Vinstri Grænna sem stjórnarandstöðuflokka gagnvart stjórnun fiskveiða hér við land er algjört, og að mínu áliti hneisa í ljósi þess árangursleysis sem núverandi aðferðafræði fiskveiðistjórnunar hefur sýnt í valdatíð stjórnarflokkanna. Þessir tveir flokkar hafa algjörlega komið sér hjá því að viðhafa skoðanir á stjórnun fiskveiða , líkt og þeir hafi ekki hugmynd um á hverju útflutningsverðmæti þjóðarinnar byggjast að drjúgum hluta til og hve miklu máli það skiptir fyrir Íslendinga framtíðarinnar að hafið sú auðlind okkar sé nýtt og notuð með vitund til framtíðar en ekki skammtímagróðasjónarmið í farteskinu. Hámark vitundarleysisins, í þessu efni var að mér virtist ganga núverandi formanns Samfylkingar á fund LÍÚ með sáttaplagg um kerfið í núverandi mynd. Um þetta kerfi mun ALDREI ég endurtek ALDREI ríkja sátt meðal þjóðarinnar. Þess vegna berst Frjálslyndi flokkurinn fyrir breytingum á þessu kerfi til hagsbóta fyrir land og þjóð þar sem frelsi einstaklingsins til athafna við fiskveiðar er ekki til sölu í formi kvóta.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband