Alþýðusamband Íslands á ekki að vera pólítiskur vettvangur fyrir persónulegar skoðanir forystumanna.

Það er með ólíkindum að forseti ASÍ, geri sér ekki grein fyrir því að honum beri að halda sínum persónulegu skoðunum til hlés í máli sem varðar fjölda félagsmanna í þeim samtökum sem hann er í forsvari fyrir.

Það er í raun alveg sama hvaða fjöldafélagsskap, utan stjórnmálaflokka, menn taka að sér að standa í forsvari fyrir, þeir hinir sömu verða að gjöra svo vel að tala fyrir þeim hinum sömu hagsmunum opinberlega sem þeir takast á hendur og halda eigin skoðun til hliðar.

Átti menn sig ekki á þessu, þá er illa komið, og viðkomandi vanhæfir.

kv.Guðrún María.


mbl.is Gylfi: Ekki afstaða ASÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þessi maður á að fara frá sem forseti ASÍ, hann hefur leikið af sér og á að taka afleiðingunum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.4.2011 kl. 00:34

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Hjartanlega sammála Cesil.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 7.4.2011 kl. 00:44

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sammála Ásthildi. Hann hefur misnotað aðstöðu sína illilega og á að taka pokann sinn strax á morgun.

Skyldi áróður Vilhjálms Egiilssonar líka vera hans persónulega skoðun þvert á vilja SA?  

Það að forseti ASÍ skuli svo makka með höfuð-deiluaðila verkalýðsins í þessu máli og taka undir hótanir þeirra er algerlega út úr kortinu. 

Jón Steinar Ragnarsson, 7.4.2011 kl. 01:00

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Það kæmi mér ekki á óvart Jón Steinar að hið sama gildi um hinn forystumanninn.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 7.4.2011 kl. 01:34

5 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já það er klárt að ábyrgð verður hann að taka sem og Vilhjálmur myndi ég halda, bara það að þessir samningar sem þeir hafa verið að gera séu gerðir með það í huga að Icesave verði samþykkt segir allt sem segja þarf þegar það fylgir því svo að best sé að samþykkja það sé persónuleg skoðun...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 7.4.2011 kl. 02:26

6 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Gylfi er erkifífl en Ólafur Darri er bara Alþýðubandalags kjáni sem hefur ennþá Svavar Gests sem sitt átrúnaðargoð.

Guðmundur Pétursson, 7.4.2011 kl. 03:00

7 identicon

Ég hef aldrey treyst Gylfa eftir að hans nafn var tengt við eignarhaldsfélag á Tortola (var í fréttunum fyrir 1-2 árum)

Maðurinn er verndari fjármagnseiganda jafnt mikið og ASÍ.

Már (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 03:01

8 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Már rétt hjá þér og gott að þú manst þetta...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 7.4.2011 kl. 09:27

9 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Það þarf að aftengja hagsmunavörslu launamanna pólítik hvers konar.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 8.4.2011 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband