Ríkið seldi bankana, almenningur í landinu ber ekki ábyrgð á einkaskuldum.

Það setti að mér hroll að sjá auglýsingu í Fréttablaðinu í morgun þar sem gömlum ráðamönnum þessa lands er trompað fram af þeim sem sem vilja að þjóðin undirgangist skuldir einkabankastarfssemi sem eðli máls samkvæmt skyldi aldrei verða raunin.

Með frekari vangaveltum um þetta mál verður ekki annað séð en það að til dæmis Sjálfstæðisflokkurinn og afstaða forystu hans gagnvart þessu máli, varðandi það að leggja til að þjóðin taki á sig þessar skuldbindingar, hljóti að ganga gjörsamlega gegn grundvallarstefnu þess flokks, sem einkavæddi viðkomandi fjármálafyrirtæki á sínum tíma við stjórnvölinn.

Burtséð frá gengisáhættu þessarar samningagerðar sem núverandi ríkisstjórn ætlar þjóðinni að taka áhættu af sem að mínu viti er ekki boðlegt, þá er hér um að ræða grundvallarspurningu um ÁBYRGÐ eða ekki ábyrgð, skipulags og aðferða hverju sinni í stjórnmálum innan lands og utan.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nákvæmlega.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.4.2011 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband