Stöndum vörð um sjálfstæði íslensku þjóðarinnar, með því að segja NEI:

Það er kjörinna stjórnmálamanna að vinna að efnahagslegu sjálfstæði einnar þjóðar, hvort sem er á erfiðum tímum eða þegar betur árar.

Aldrei skyldu þeir hinir sömu taka áhættu af samningum við aðrar þjóðir er kann að ógna með einhverju móti því hinu sama sjálfstæði, þar sem óvissuþættir fyrir hendi eru með því móti að enginn getur sagt fyrir um hvað sá reikningur kostar sem núverandi ríkisstjórn hefur leitt í frumvarp til laga, til handa þjóðinni.

Oft var þörf en nú er nauðsyn að sníða einu þjóðfélagi stakk eftir vexti og aðlaga eigin gjaldmiðil að raunveruleikanum, vinna úr þeim vanda sem fyrir hendi er og skoða stöðu til framtíðar.

Það gerist ekki með óútfylltum tékka líkt og stjórnmálamanna hefur oft verið venja að viðhafa gegnum tíð og tíma, þar sem ábyrgðin hefur verið eitthvað ofan á brauð.. það gerist með því að horfast í augu við ástandið eins og það er og nýta þá kosti sem fyrir hendi eru.

Einkafyrirtæki, það er þeir bankar sem hér störfuðu fyrir hrun skulu bera ábyrgð á sínni starfssemi ekki almenningur í landinu þar sem búið var að selja bankana.

Hlutverk ráðamanna er og verður að standa vörð um sjálfstæði íslensku þjóðarinnar og sé þar vikið af vegi svo sem nú er komið, þá trúi ég því að þjóðin hafni slíkum kostum.

kv.Guðrún María.


mbl.is Icesave-hópar stækka ört
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband