Óska Hreyfingunni til hamingju með afskipti af kjörum launamanna.

Í fyrsta skipti lítur tillaga er lýtur að verkalýðshreyfingunni dagsins ljós á Alþingi Íslendinga.

Tillaga sem er hvoru tveggja sjálfsögð og eðlileg og ætti að vera í framkvæmd í raun, hér og nú, varðandi það atriði að laun forkólfa verkalýðsfélaga hljómi saman við laun félagsmanna.

Raunin er nefnilega sú að lágmarksalaunataxtar hins almenna verkamanns hafa lækkað eftir þvi sem laun formanna félaganna hafa hækkað, þvi miður.

Í mínum huga er það afdalafyrirkomulag að rekin séu yfirregnhlífabandalög eins og ASÍ, þar sem ótalin kostnaður er innheimtur af launamönnum við slíka starfssemi svo ekki sé minnst á fyrirkomulagið að stjórnir verkalýðsfélaga skipi í stjórnir lífeyrissjóða, án aðkomu félagsmanna.

kv.Guðrún María.


mbl.is Hámark sett á laun verkalýðsforingja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gersamlega sammála þér um þetta, Guðrún.

Siðbótar er sannarlega þörf í verkalýðsfélögunum.

Talsvert hefur verið talað um kosningar til stjórnar VR, en ég var að hvetja menn til þess um daginn (í Útvarpi Sögu) að koma með nýtt framboð grasrótarmanna í kosningum til stjórnar Eflingar (sem tók við af Dagsbrún, Framsókn o.fl. félögum) og lífeyrissjóðs hennar, en þá hafði með skömmum fyrirvara verið auglýst, að menn gætu boðið sig fram (og mikils fjölda meðmælenda krafizt) og að listi uppstillingarnefndar lægi frammi! Eins og venjulega hugðust verkalýðseigendurnir tryggja sér völdin fyrir fram, sýndist mér, og einnig sín áhrif í lífeyrissjóðnum (Gildi, minnir mig). Engan annan heyrði ég tala um þetta og hef ekki frétt af nýju framboði eða kosningum. Kannski þeir verði sjálfkjörnir einu sinni enn! Mikil er þá óforsjálni og ógæfa hinna almennu launamanna.

Jón Valur Jensson, 25.3.2011 kl. 01:29

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Svo hafa verkalýðsrekendur verið markvisst notaðir af ESB-útsendurum og þeirra freistað og þeir blekktir með boðsferðum til Brussel, allt í þeim tilgangi að innlima Ísland í stórveldið. Að hugsa sér, að venjulegir Íslendingar skuli láta draga sig þannig á asnaeyrunum!

Jón Valur Jensson, 25.3.2011 kl. 01:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband