Forsætisráðuneytið brýtur jafnréttislög, segir ríkisstjórnin af sér ?

Vinstri hreyfingin Grænt framboð er femínistaflokkur og Samfylkingin jafnaðarmannaflokkur, sem virðast þó ekki hafa verið þess umkomnir að fara að lögum í landinu við ráðningar í embætti, þar sem karl er tekin fram fyrir konu með sömu menntun að virðist.

Þetta hlýtur að vera gífurlegt áfall fyrir sitjandi stjórn,
segir hún af sér í kjölfarið ?

Kemur í ljós.

kv.Guðrún María.


mbl.is Jafnréttislög brotin við ráðningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Þetta lítur eiginlega sínu verra út, þar sem að eitt af fyrstu verkum Jóhönnu Sigurðardóttur sem forsætisráðherra, fyrstu ,,tæru vinstristjórnar" lýðveldisins,  var að taka jafnréttismál undir Frosætisráðuneytið.

Kristinn Karl Brynjarsson, 23.3.2011 kl. 01:01

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Kristinn Karl.

Já mikil ósköp, algjört hneyksli í því samhengi.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 23.3.2011 kl. 01:06

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sama dag og Jóhanna leggur fram plagg um siðareglur ráðherra, fær hún á sig dóm um brot á jafnréttislögum. Þeim lögum sem hún hefur svo oft viljað eigna sér sjálf!!

Hræsnin á sér engin takmörk!!

Gunnar Heiðarsson, 23.3.2011 kl. 04:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband