Fjölmiðlar hljóta að krefja utanríkisráðherra svara um stöðu í umsóknarferlinu.

Seint hefði mér dottið í hug að ég ætti eftir að sjá Atla Gíslason segja sig úr þingflokki sínum og láta af stuðningi við flokkinn.

Það er hins vegar vægast sagt alvarlegt ef sitjandi stjórnvöld halda upplýsingum frá almenningi um stöðu mála í aðildarviðræðum sem og ef aðildarviðræður eru aðlögun en ekki viðræður.

Sitjandi utanríkisráðherra, sem og forkólfar stjórnaflokkanna, hljóta að þurfa að svara til um það sem Atli skýrir hér frá.

Því fyrr, því betra.

kv.Guðrún María.


mbl.is Yfirlýsingar Össurar kornið sem fyllti mælinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Góð ábending Guðrún María. Auðvitað verður að krefjast þess af ráðherranum að hann geri grein fyrir því opinberlega hvort hann hefur tekið fram fyrir hendur ríkisstjórnar í þessu máli. Það er mikil spurning hvort svo sé komið að utanríkisráðherra geti hnikað til afgreiðslu ríkisstjórnarinnar. Þá væri það sönnun þess að Össur og Samfylkingin hafi fengið einhliða forræði yfir aðildarumsókninni.

Árni Gunnarsson, 22.3.2011 kl. 10:52

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Árni.

Já það er í raun nægilegt að fá þessar yfirlýsingar frá Atla til þess að ráðherran geri grein fyrir þessu máli.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 22.3.2011 kl. 23:19

3 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Á blaðamannafundi, að loknum ríkisstjórnarfundi, hreytti Steingrímur því einhvern tíman útúr sér, í pirringi, að þessi ESBumsókn væri ekki mál ríkisstjórnarinnar, heldur hefði Alþingi ákveðið þetta. 

Það svarar kannski spurningunni um forræðið.............

Kristinn Karl Brynjarsson, 22.3.2011 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband