Samþykkt Icesavesamningsins og aðild að ESB á sömu spýtunni.

Það kemur í ljós í þessari könnun að þeir sem vilja ganga í Evrópusambandið vilja frekar samþykkja Icesave.

Það hið sama hefur reyndar ekki farið framhjá manni varðandi skilaboð þeirra sem aðhyllast aðild að þessu ríkjabandalagi.

Það er hins vegar afar sérstakt að menn séu tilbúnir til þess að samþykkja samninga sem hér um ræðir með allri þeirri óvissu er slíkt inniheldur, ásamt því að kröfur þessar eru ólögvarðar, til þess eins að virðist, að slíkt sé mögulega aðgöngumiði að bandalaginu.

Það sýnir sig enn og aftur hve ótímabær þessi umsókn var af hálfu sitjandi stjórnar í landinu gagnvart þeim hagsmunum sem þjóðin þarf að verja eftir hrun.

Mín skoðun er sú að íslenska þjóðin muni fella Icesavesamninginn þrátt fyrir umsnúning forystu Sjálfstæðisflokksins í því efni.

kv.Guðrún María.


mbl.is Mjótt á mununum um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr.  Mér sýnist að meirihluti sé orðinn að veruleika hjá nei sinnum.  Ég hef barist gegn IceSlave frá fyrsta degi... Kjósum öll NEI þann 9. apríl....

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.3.2011 kl. 02:12

2 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Ég vona, að sem flestir Sjálfstæðismenn hugsi sjálfstætt og kjósi NEI gegn þrælalögunum !

Kveðja, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 17.3.2011 kl. 07:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband