Alþingi og framkvæmdavaldið.

Fjarlægð sitjandi stjórnar og hins háa Alþingis varðandi það í hvað fjármunir fara er atriði sem án efa þarf verulega að taka til endurskoðunar því þar er nefnilega ekki nóg að samþykkja fjárlög með því að ýta á takka, punktur og pasta og svo hvað ??? Kalla bara á Ríkisendurskoðun til þess að fara ofan í saumana á hinum og þessu fjárveitingum ef áhöld eru um hvernig skili sér í raun. Samband þingmanna við virkni framkvæmda allra þarf og á að vera náið , mun nánarar að mínu viti en það er í dag. Myndi til dæmis einhver sitjandi alþingismaður geta samþykkt það að fólk sem hefur verið skilgreint sem öryrkjar megi gjöra svo vel að hætta að vera öryrkjar þegar það hið sama fólk verður 67 ára og kemur að ellilífeyri ? ´´Eg dreg það mjög í efa en almannatryggingakerfi í heild hefur verið þyrnir í augum alþingismanna lengi hvað endurskoðun varðar og þetta dæmi er eitt af mörgum þar sem hrópandi vitleysa hittir fyrir þ.e hið opinbera lækkar sínar bætur til fólks er telst öryrkjar þegar viðkomandi hefur náð aldri til ellilífeyris, líkt og einhverju máli skipti hvort fólk er ekki lengur fært til vinnu vegna aldurs eða hömlunar af öðrum toga til atvinnuþáttöku. 

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband