Sjávarþorpin lifni og sveitirnar blómstri.

Það þarf að glæða Ísland allt lífi á ný , undir nýjum formerkjum þess að hver maður að störfum sé virði þjóðhagslegra verðmæta. Til þess þarf skipulagsbreytingar frá því sem nú er í heimskulegum haftakerfum íslenzku atvinnuvegakerfanna. Frelsi einstaklingsins til þess að skapa sér atvinnu og sjá sér og sínum farborða hefur verið í öndvegi vorrar þjóðar unz kvótakerfi sjávarútvegs og landbúnaðar héldu innreið sína sem var í tíð núverandi handhafa við stjórnvölinn í íslenzku samfélagi. Brask með mjólk úr beljunni eða óveiddan fisk úr sjó í formi kvótahandhafa þess hins sama mun brátt líða undir lok hér á landi og frelsi manna til athafna upp renna á ný sökum þess að verksmiðjubúskapur er ekki framtíð sú sem komandi kynslóðir hafa hugsað sér að lifa við. Það er því nokkuð sama hvaða kvótagreifar munu reyna að verja þá hina sömu háttu , til sjávar eða sveita , þeir hinir sömu, munu þurfa að hopa fyrir framtíðarhugsun í stað skammtímasjónarmiða.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband