Að bjarga börnum úr klóm fíkniefna.
Sunnudagur, 4. febrúar 2007
Fíkniefnavandinn er víðfemt vandamál í íslensku samfélagi og eitt af þeim vandamálum sem vaxið hafa okkur yfir höfuð líkt og margt annað nú á dögum. Raunin er sú að nægilegt fjármagn er enn ekki til staðar til þess að á boðstólum séu ætíð viðunandi úrræði til úrlausnar í vanda barna og ungmenna. Neyðarvistun á Stuðlum er tímabundið úrræði þar sem börn eru vistuð til þess að bjarga þeim úr viðjum fíkniefna og til áframhaldandi meðferðarúrræða. Stuðlar eru hins vegar eina stofnunin sem þjóna skal öllu höfuðborgarsvæðinu eins og það leggur sig og með ólíkindum að ekki skuli hafa verið stutt frekar við þessa starfssemi með sams konar úrræðum víðar miðað við mannfjölda á svæðinu. Það er hins vegar ekki nóg að vista börn tímabundið ef ekki tekur eitthvað úrræði við í framhaldinu sem tekur mið af vanda þess einstaklings sem þar er vistaður. Barnaverndarstofa hefur á sínum vegum eitt lokað vistheimili /meðferðarstofnun úti á landi EITT, þau eru ekki fleiri þótt hluti barna sem ánetjast hefur fíkniefnum kunni hugsanlega að vera umfram þá þörf sem þetta eina heimili getur sinnt. Til þess hins sama hefur ekki fundist fjármagn að virðist enn sem komið er , sem er slæmt því það er ekki nægilegt að foreldrar berjist sem vígamenn við þennan draug , lögregla sem víkingar við að gera fíkniefni upptæk og forvarnarmenn við fræðslu , ef þeir sem ánetjast hafa fíkninni og heita börn er ekki hægt að taka til viðeigandi meðferðar.
kv.gmaria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Þrymur.
Það er gott að fræða en úrræði þeirra sem ánetjast vandanum þurfa að vera nægileg einnig.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 4.2.2007 kl. 01:45
Ég er hins vegar ein móðir (faðir látinn ) sem hef átt við þessa baráttu að etja og þekki orðið all nokkuð ýmsa annmarka, hafandi tekist á við þetta sennilega tvö ár Þrymur. Ólíkt öðrum hefi ég ekki kosið að fara í felur með þetta og ræði það öðru hvoru. Já það má betur ef duga skal.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 4.2.2007 kl. 02:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.