Minnka þarf eftirspurn eftir fíkniefnum og þar með glæpastarfssemi.

Það er ekki nóg að lögreglan fái forvirkar heimildir til rannsókna, heldur þarf að koma til sögu samtímis stórefling þess að kippa ungum notendum út úr neyslu með viðeigandi úrræðum þar sem kerfið er samhæft til þess arna frá a-ö.

Ég sagði frá A-Ö því það er ekki nóg að senda ungmenni hingað og þangað í opnar meðferðir þar sem gengið er út og inn úr slíkum úrræðum ár eftir ár.

Í fyrsta skipti sem ungmenni innan við 18 ára, útskrifar sig sjálft úr slíku skal og skyldi taka við lokað meðferðarúrræði.

Til þess þarf að verja fjármunum á því stigi máls sem sparast kunna aftur varðandi það atriði að viðkomandi haldi ekki áfram í neyslu sem slíkri og kunni að koma sér upp geðsjúkdómi sem er fylgifiskur þess hins sama og aðeins spurning um tíma i því efni.

Að mínu viti skortir enn á samvinnu um mál þessi millum annars vegar Barnaverndaraðila og heilbrigðisyfirvalda, þar sem tilhneigingin hefur verið að taka á vandamálum þegar í algjört óefni er komið oftar en ekki og lögregla hefur tekið hita og þunga af vandamálunum æ ofan i æ.

Því fyrr sem tekið er á vandamálunum því líklegra er að umfang minnki og því minni eftirspurn sem verður eftir glæpatengdri starfssemi svo sem fíkniefnum í voru samfélagi, því liklegra er að forvirkar rannsóknarheimildir skili tilgangi sínum samhliða.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Eins og út úr mínum munni talað Guðrún María.  Lokuð meðferðarstofnun er algjörlega á forgangslista yfir gagnvirk úrræði.  Það þýðir ekkert að ætla sér að vinna að þessum málum á endasprettinum ef við erum að missa sífellt fleiri og yngra fólk út í neyslu.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.3.2011 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband