Með ólíkindum að meirihluti Alþingis hafi samþykkt þennan gjörning.

Það gefur augaleið að óvissuþættir þeir sem fylgja samningsgerðinni um Icesave eru óásættanlegir fyrir land og þjóð að mínu viti, og ótrúlegt til þess að vita að meirihluti Alþingis hafi verið tilbúinn til þess að samþykkja slíkan gjörning.
 

 úrdráttur úr umsögn Fjárlagaskrifstofu.
 
 " Eins og fram kemur í greinargerð með frumvarpinu gæti skuldbinding ríkissjóðs sveiflast frá því að lækka í allt að 12 milljarða króna og í að hækka í allt að 113 milljarða króna þegar reiknað er með mismunandi forsendum um endurheimtur úr þrotabúi Landsbankans. 
 
 
Ábendingar Þórs Saari um skattahækkanir eru þarfar.
 
 
 
 
kv.Guðrún María. 

mbl.is Icesave þýðir hærri skatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það má líka ekki gleyma því að Bretar og Hollendingar, höfnuðu 47 milljarða eingreiðslu strax, gegn því að ríkisábyrgðinni á heimtur úr þrotabúi Landsbankans yrði sleppt. 

 Nú er það svo að íslenskir skattgreiðendur eru mataðir með þeim upplýsingum að heimtur úr búinu muni duga fyrir þessum kröfum.  Hafa íslenskir skattgreiðendur, einhverja ástæðu til að treysta því, fyrst viðsemjendur okkar gera það ekki?

  Verði neyðarlögunum hnekkt, þá gætu fallið 1200 milljarðar á ríkissjóð (íslenska skattgreiðendur), verði ríkisábyrgðin samþykkt.

 Á meðan minnsti vafi leikur á því að neyðarlögin haldi, þá hlýtur ríkisábyrgðin að vera stór áhættuþáttur þegar lánshæfismat ríkissjóð er reiknað.  Auk þess sem að áhættan vegna ríkisábyrgðarinnar, hlýtur að hafa meiri áhrif á gengisþróun en menn vilja meina.

Kristinn Karl Brynjarsson, 1.3.2011 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband