Gervihagvöxtur Framsóknar og Sjálfstæðisflokks.

Það er ekki furða þótt landsmenn skuli ekki finna þann kaupmátt sem stjórnarherrarnir hafa reynt að telja landsmönnum trú um að séu til staðar því sá hagvöxtur er upphaflega tilkomin í formi þess að Alþingi leiddi í lög að menn mættu selja sín á milli heimildir til þess að veiða fisk. Með öðrum orðum réttur til þess að veiða fisk varð allt í einu að söluvöru á brasktorginu, þrátt fyrir það atriði að fyrsta grein í lögunum um stjórn fiskveiða kveði enn á um að fiskimiðin kring um landið " séu sameign landsmanna " .  Frá þeim tíma hefur mikið vatn runnið til sjávar og afrakstur brasks með óveiddan fisk á þurru landi auðsýnt birtingarmyndir með stórkostlegri byggðaröskun og verðmætasóun þess er varið hafði verið af almannfé til uppbyggingar um land allt í formi eigna hins opinbera og einstaklinga sem þar bjuggu . Enduruppbygging á höfuðborgarsvæði hefur ekki haldist í hendur við hamaganginn og samgöngur því þar í einum hnút við slíka tilflutninga á allt of skömmum tíma. Það gleymdist alveg að setja gjaldtöku á útgerðarfyrirtækin við tilflutning aflaheimildanna sem er og verður ægileg mistök þegar grannt er skoðað.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband