Eyðsla og sóun í formi ofurolíuháka til lands og sjávar.

Mesta mengunin sem til staðar er , er af völdum mannsins sjálfs í formi útblásturs ökutæka og tækja og tóla sem tilheyra atvinnugreinum til lands og sjávar þar sem sístækkandi einingar hafa kallað á enn frekari olíu til brennslu af auðlindum jarðar. Skammtímasjónarmið útreikninga allra hafa einungis miðast að mestu við krónur á blaði , fjögur ár í senn. Fiskiskipafloti heimsbyggðarinnar gæti þurrausið verðmæti úr hafinu í einu vetfangi aðeins ef afkastagetan liti ekki hömlum. Það atriði að bílaeign per menn skuli hér á landi vera nær heimsmeti er gott dæmi um vanmat okkar á raunverulegum lifsgæðum til lengri tíma. En þar hafa stjórnvöld steinsofið á verðinum , varðandi það atriði að stuðla að því að hagur þegna byggist á því að nota almenningssamgöngur, sem og því atriði að skattar og tollar á eyðslugrannari ökutæki væri mun minni en á þau er eyða meiru af eldsneyti af auðlindum jarðar. Það atriði að íslenzkir fiskimenn skuli ekki hafa frelsi til að veiða á handfæri á trillum sem eyða lítilli olíu við Íslandsstrendur er skandall á heimsvísu meðan fjölveiðiskip með ofurolíueyðslu sigla ef til vill verkefnalítil um miðin í leit að loðnu sem hefur verið ofveidd.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband