Oss vantar ekki áfengi í matvörubúðir.

Frjálshyggjupostular vaða fram með frumvarp um það að leyfa sölu á bjór og áfengi í matvörubúðum, án þess þó að hlusta á þau varnaðarorð sem heilbrigðisyfirvöld hafa hér borið fram ár eftir ár sem eru þau að aukið aðgengi eykur neyslu. Sjálf tel ég þessar tillögur jafngilda því að viðkomandi óska eftir því að auka þurfi sjálfkrafa útgjöld til heilbrigðismála í þessu sambandi og hver er þá tilgangurinn þegar upp er staðið ? Mér er hann fremur óskiljanlegur og ef við fullorðið fólk getum ekki höndlað tilveruna nema að kaupa áfengi í matvörubúðum þá spyr ég hvaða vandamálaflokkun er til staðar í einu þjóðfélagi ?

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband