Hin mikla fagmennska í fjölmiðlun hér á landi, birtist á Bessastöðum í dag.

Það var aðdáunarvert að hlýða á það hve gífurleg fagmennska var á ferð í spurningum fulltrúa fjölmiðlanna til forseta um ákvörðun hans og hve yfirvegaðar spurningar voru þar bornar fram.

Vart mátti sjá þess merki að menn væru með eða á móti ákvörðun forsetans sem einkennir hina miklu fagmennsku.

Þess má geta að þarna voru einmitt verðlaunahafar Eddunnar síðan í fyrra úr flokki blaðamennsku.

Við þurfum því ekki að kvíða þvi að fá ekki " réttar fréttir " af gangi samfélagsmála hvarvetna.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góð.  Sammála þú kemur þarna inn á góðan punkt með fréttamennskuna þeirra eftir þennan skandal.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.2.2011 kl. 08:40

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Þessi framkoma blaðamannastéttarinnar var staðfesting þess, að blaðamannastéttinni, kemur ekkert við siðferðiskafli Rannsóknarskýrslu Alþingis.  Nema ef að hægt er að ,,bauna" á alla aðra en þá er nefndir eru í kaflanum.

Kristinn Karl Brynjarsson, 21.2.2011 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband