Offarsvinnubrögð sitjandi valdhafa í Icesave málinu, sem aldrei fyrr.

Menn hafa ekki lært nokkurn skapaðan hlut enn sem komið er, það er rétt hjá Sigmundi Davíð, og hvernig ætti sama fólk og sat í ríkisstjórninni fyrir hrunið að vera þess umkomið að umbreyta vinnubrögðum hvers konar ?

Það er áleitin spurning í þessu sambandi.

Núverandi ríkisstjórnarflokkar og forkólfar þeirra hafa varla eytt einu orði opinberlega til þess að sannfæra almenning í landinu um ágæti þess frumvarps sem nú liggur fyrir þinginu, líkt og þess þurfi ekki.

Samtal við þjóðina var gífurlega mikilvægt á " Þjóðfundi " en ekki núna.

Stjórnlagaþingskosning hefur verið ógilt fyrir dómstólum, ásamt annarri ógildingu stjórnvaldsákvörðunar ráðherra ríkisstjórnar, sem er ansi mikið í því sambandi.

Valdið er vandmeðfarið og það eitt ætti þessi ríkisstjórn að hafa komist að á setutíma sínum.

kv.Guðrún María.


mbl.is „Ég var staddur heima að borða fisk“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Þessi ríkisstjórn mun ekki komast að neinu eða uppgötva neitt þar sem hún býr við ótakmarkaða andlega örbirgð, er heilalaus með öllu. Þetta er mafíustjórn Jóhönnu og Steingríms sem hefur það eitt markmið að fá fólk dæmt í fangelsi fyrir að halda opnum dyrum og detta aftur fyrir sig undan árás aftan frá þar sem árásaraðilinn datt á félaga sinn sem svo aftur datt á ofn!

corvus corax, 16.2.2011 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband