Um daginn og veginn.

Ég byrjaði að vinna nú fyrsta dag febrúarmánaðar eftir slysið sem var í byrjun nóvember.

Það var gott að koma í vinnu að nýju en orkan er hins vegar ekki meiri en svo að ég mátti endurmeta stöðuna og hvíla mig en vona að ég fái orku að nýju og sú hin sama orka byggist upp í stað þess að standa í stað.

Allt hefur sinn tíma og tíminn er afstæður hvað það varðar að vilja geta gert meira en maður getur, en það að meta og vega sína líkamlegu getu til verka er stundum snúið þar sem maður verður að gjöra svo vel að taka því að vera ekki eins og maður vill vera hverju sinni.

Sjúkraþjálfun er áfram enn um sinn en ég fer í vinnu eftir helgi og vona innilega að það gangi upp að geta unnið á ný.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já GMaría mín óska þér góðs bata.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.2.2011 kl. 08:26

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk fyrir þínar góðu óskir Cesil mín.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 11.2.2011 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband