Sérstaða Íslands til matvælaframleiðslu til lands og sjávar útilokar aðild að Evrópusambandinu.

Það er alveg óhætt að draga aðildarumsókn að Esb til baka, því það er og hefur verið ljóst að íslenskur landbúnaður verður ekki til ef við teljum að innflutningur frá Evrópu muni verða hagstæðari kostur fyrir almenning hér á landi.

Lega landsins og öflun aðfanga við framleiðsluþætti verður ætíð kostnaðarþáttur, sem við getum vissulega dregið úr með góðu skipulagi, en það atriði að flytja landbúnaðarafurðir frá Evrópu til Íslands og leggja mikinn hluta okkar framleiðslu af er hrein heimska, runnin undan rótum markaðsaflanna, annað ekki.

Því fyrr sem menn átta sig á því, því betra.

kv.Guðrún María.


mbl.is Bændur fái áfram verndartolla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða landbúnaðarvörur verða fluttar inn til Íslands? Líklega aðeins geymsluþolnar vörur.

Ísland er of langt í burtu til þess að hægt verði að flytja hingað til landsins vörur með lítið geymsluþol.

Svo hefur það marg oft sýnt sig að upplýstir neytendur kaupa landbúnaðarvörur úr heimasveit.

Spurning hvort bændasamtökin ættu frekar að upplýsa neytendur í staðin fyrir að auglýsa "Nei við ESB".

Þá fá þeir hærra verð því upplýstir neytendur greiða meira að segja hærra verð ef þeir vita að hún er góð.

Þetta hefur sýnt sig erlendis.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 10.2.2011 kl. 04:46

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sammála þér Guðrún María, íslenskur landbúnaður snýst um matvælaöryggi Íslands.  Sjómenn vita að ferskar vörur er hægt að flytja báðar leiðir.

Magnús Sigurðsson, 10.2.2011 kl. 07:21

3 identicon

Ég vil nú benda ykkur á að hérna í Berlín eru aðallega landbúnaðarvörur úr næsta nágreni við Berlín. Það er ekki margt sem er innflutt.

Hvernig haldið þið að það sé í öðrum ríkjum ESB?

Enga minnimáttarkennd gagnvart íslenskum landbúnaði, takk;)

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 10.2.2011 kl. 07:27

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þjóðverjar eru greinilega skinsamir.  En ertu viss um að það sama verði uppi á Íslandi? 

Sem dæmi þá gæti mjólkin sem ég drekk verið upprunnin frá kúabóndanum sem er 500 m í burtu, það er samt ekki víst, en eitt er víst að ef svo er þá er búið að keyra henni u.þ.b. einn hring í kringum landið í samkvæmt hagræðingarskini og til að auka geymsluþol og heilnæmi.

Magnús Sigurðsson, 10.2.2011 kl. 08:27

5 identicon

Við verðum að vona að aðrir Íslendingar séu skynsamir.

Eða eigum við að hafa vit fyrir þeim og segja þeim hvaða þeir eiga að neyta?

Ekki segji ég þér hvað þú átt að borða oft lambakjöt, nautakjöt, kjúkling eða fisk til að halda landbúnaðarkerfinu í jafnvægi;)

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 10.2.2011 kl. 09:02

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk fyrir innleggin Stefán og Magnús.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 10.2.2011 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband