Þjóðaratkvæðagreiðsla er eðlileg krafa þjóðarinnar.

Ef ráðamenn þjóðarinnar skynja ekki þá kröfu að þjóðin greiði atkvæði um þann samning sem fyrir liggur varðandi Icesave, þá eru ráðamenn sambandslausir við sína þjóð.

Hvar eru fulltrúar stjórnvalda þ.e hinir pólítísku fulltrúar sem tala fyrir máli þessu til samþykktar á þingi ?

Hafa þeir komið fram dag eftir dag í ljósvakamiðlum með útskýringar um málið, eða eru þeir í felum ?

Á það kanski að nægja að formaður Sjálfstæðisflokksins, og hluti þingmanna hafi ákveðið að styðja málið og sá hinn sami verji þar mál ríkisstjórnarinnar í landinu sem er á sama tíma ósýnileg ?

Þvílíkur hráskinnaleikur á hinu pólítíska sviði er vandfundinn en fátt kemur svo sem á óvart lengur.

kv.Guðrún María.


mbl.is Krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband