Þá vitum við um gjána milli velferðar og fátæktar hér á landi.

Því ber að fagna að skýrsla um neysluviðmið líti dagsins ljós, en ansi er ég hrædd um að stórir hópar undrist upphæð hinna dæmigerðu neysluviðmiða einstaklingsins, þar sem raunveruleiki mála er fjarri því hinu sama að ég tel.

Mér hefur löngum verið tíðrætt um verkalýðshreyfinguna og lélega samningagerð á vinnumarkaði en einnig skattkerfi sem hefur virkað á þann veg að hvatinn að þvi að vinna meira hefur ekki verið fyrir hendi, heldur hafa skattar um tíma sett hinn vinnandi mann undir fátækramörk, við það eitt að greiða skatta af vinnutekjum.

Sé það eitthvað eitt sem ætti og mætti vera rannsóknarefni þá er það frysting skattleysismarka á sínum tíma, sem að mínu viti bjó til viðvarandi fátækt ákveðna tekjuhópa, en enn hefur ekki tekist að uppfæra þau hin sömu mörk í samræmi við verðlagsþróun í landinu.

Á sama tíma stóðu fjármálastofnanir galopnar þar sem skuldasöfnun almennings átti sér stað, með tilheyrandi kostnaði og tilheyrandi hlekkjum við skulda og skattagaleiðu kerfisfyrirkomulagsins.

Endurskoðunar er þörf á hinum ýmsu sviðum, svo mikið er víst.

kv.Guðrún María.


mbl.is Viðmið einstaklings 292 þús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband